Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 139 . mál.


Nd.

695. Breytingartillögur



við frv. til l. um listamannalaun.

Frá Ragnhildi Helgadóttur og Sólveigu Pétursdóttur.



     Við 4. gr. Á eftir orðunum „Stjórnin skal skipuð af menntamálaráðherra“ í 2. málsl. komi: til þriggja ára í senn.
     Við 5. gr. 3. málsl. orðist svo: Þeir skulu að öðru jöfnu ekki gegna öðru föstu starfi meðan þeir njóta starfslauna og skila skýrslu um störf sín.
     Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                   Listasjóður veitir starfslaun og styrki er svara til 240 mánaðarlauna og bætast við 24 mánaðarlaun á ári næstu fimm ár. Listasjóður veitir einnig sérstök framlög til listamanna, m.a. til þeirra sem notið hafa listamannalauna undanfarin ár og náð hafa 60 ára aldri. Listasjóður veitir starfslaun og verkefnastyrki til sviðslistamanna og annarra túlkandi listamanna.
     Við 11. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Starfslaun skulu veitt til hálfs eða eins árs en heimilt er að framlengja starfslaunatímann til þriggja ára.
     Við 13. gr. Í stað orðanna „Rithöfundasamband Íslands, Samband íslenskra myndlistarmanna og Tónskáldafélag Íslands“ komi: samtök rithöfunda, samtök myndlistarmanna og samtök tónskálda.